Enski boltinn

Dirk Kuyt tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt. Mynd/AP
Hollendingurinn Dirk Kuyt segist vera tilbúinn að framlengja samning sinn við félagið en hann á enn tvo ár eftir af samningi sínum. Kuyt trúir því að framtíðin sé björt á Anfield og að þar vilji hann spila næstu árin.

Kuyt hefur skorað átta mörk í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þar af hafa fjögur þeirra komið í síðustu tveimur leikjum.

„Liverpool er félag sem á að vera að keppa um titla og ég lofa því að það mun gerast fljótlega," sagði Dirk Kuyt.

„Með komu Luis Suarez og Andy Carroll hefur liðið styrkst mikið og ég hef sterka tilfinningu fyrir því að það muni koma enn frekari liðstyrkur í sumar. Ég trúi því að við verðum að keppa um titlana strax á næsta tímabili," sagði Kuyt.

„Ég vil spila áfram hjá Liverpool, því félagið sýnir mikinn metnað, liðið er að verða betra og ég og fjölskyldan eru mjög ánægð hérna. Ég vona að ég skrifa undir nýjan samning sem fyrst," sagði Kuyt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×