Enski boltinn

Misstir þú af aukaspyrnu Charlie Adam? - fallegustu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eins og alltaf þá er hægt að sjá fimm flottustu mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi og það er boðið upp á flotta fimmu að þessu sinni. Það kemur þó ekki á óvart að Blackpool-maðurinn Charlie Adam eigi fallegasta markið.

Charlie Adam skoraði bæði mörk Blackpool í 2-2 jafntefli á móti Blackburn, það fyrra kom úr vítaspyrnu en það síðara úr stórkostlegri aukaspyrnu af um 20 metra færi. Adam sýndi þar enn á ný frábæra spyrnugetu sína.

Það má sjá öll þessi frábæru mörk með því að smella hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hinsvegar sjá listann yfir fimm flottustu mörkin.

Fallegustu mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni:5. Danny Higginbotham fyrir Stoke á móti Newcastle

4. Ramires fyrir Chelsea á móti Manchester City

3. Andrei Arshavin fyrir Arsenal á móti West Bromwich

2. Matthew Jarvis fyrir Wolves á móti Aston Villa

1. Charlie Adam fyrir Blackpool á móti Blackburn

Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru á sjónvarpshlutanum á visir.is.



Tottenham - West Ham




Wigan - Birmingham


Stoke - Newcastle

WBA - Arsenal

Aston Villa - Wolves

Man Utd - Bolton

Blackburn - Blackpool

Everton - Fulham

Sunderland - Liverpool

Chelsea - Man City








Fleiri fréttir

Sjá meira


×