Hundrað ára kvikmyndasaga Skyttnanna þriggja 20. október 2011 10:00 Hollywood þreytist seint á því að gera uppblásnar poppkornsmyndir eftir sögu Alexandre Dumas um skytturnar þrjár en þrívíddarútgáfan með Matthew Macfadyen, Luke Evans, Ray Stevenson og Logan Lerman hefur hlotið misjafnar viðtökur gagnrýnenda. Ný kvikmynd byggð á samnefndri sögu Alexandre Dumas um skytturnar þrjár verður frumsýnd um helgina. Þrívítt stórskotalið frá Hollywood er í helstu hlutverkum, ólíkt því sem var þegar maður að nafni Sydney Booth lék D‘Artagnan fyrir hundrað árum. The Three Musketeers, 2011-útgáfan, segir frá því að þegar skytturnar þrjár, Athos, Porthos og Aramis, eru í öngum sínum eftir að hafa verið sviknar af samstarfskonunni, hinni íðilfögru Milady. Til stóð að brjótast inn í dularfulla hvelfingu Leonardos Da Vinci í Feneyjum og ræna þaðan dýrgrip en Milady ákveður að taka málin í sínar hendur og selja gripinn til hertogans af Buckingham. Skytturnar rekast hins vegar á hinn unga og hugrakka D‘Artagnan og saman berjast þeir gegn ranglæti heimsins. Leikstjóri myndarinnar er Paul W.S. Anderson en í helstu hlutverkum eru Mads Mikkelsen, Logan Lerman, Orlando Bloom, Milla Jovovich og Christoph Waltz. Kvikmyndaáhugafólk þekkir auðvitað söguna um skytturnar þrjár eins og lófann á sér enda hafa bæði Bandaríkjamenn og Frakkar gert bók Alexandre Dumas góð skil á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir alls konar útúrsnúninga á sögu Dumas er stef flestra myndanna það sama: D‘Artagnan kemur til Parísar í þeirri von að verða hluti af elítu-liði skyttnanna og saman berjast þeir við vonda kardínála og illa innrætta hertoga til að vernda þá sem minna mega sín undir einkunnarorðunum: „Einn fyrir alla og allir fyrir einn.“ Talið er að fyrsta myndin eftir sögunni hafi verið gerð í Frakklandi árið 1903 en fáar heimildir eru til um gerð hennar. Hins vegar er vitað að kvikmyndaver Thomas Edison, Edison Studios, gerði tvær stuttmyndir um ævintýri D‘Artagnans árið 1911. Þar lék Sydney Booth hina ungu hetju sem lærir sitthvað um lífið og hættur þess af skyttunum þrem. Amerískir kvikmyndagerðarmenn létu þar ekki staðar numið; tvær myndir voru gerðar á árunum 1914-1916 en árið 1921 birtist þögla kvikmyndastjarnan og goðsögnin Douglas Fairbanks í öllu sínu veldi sem D‘Artagnan, Fairbanks var þá ein skærasta stjarna Hollywood, hafði leikið bæði Zorró og Hróa hött. Saga Dumas lifði góðu lífi í Hollywood og árið 1948 gerði MGM-kvikmyndaverið alvöru gullaldarútgáfu eftir bókinni með Gene Kelly, Lönu Turner, Vincent Price og Angelu Lansbury í helstu hlutverkum. Árið 1973 kom enn ein útgáfan, með Oliver Reed, Charlton Heston, Raquel Welch, Michael York og Fay Dunaway, en hún var það mikil að burðum að myndin var sýnd í tveimur hlutum; The Three Musketeers og The Four Musketeers sem kom út árið eftir. Tuttugu árum seinna réðist svo Disney í að gera nokkurs konar Young Guns-útgáfu af sögunni, þar sem Charlie Sheen, Kiefer Sutherland, Oliver Platt og Chris O‘Donnell fóru fyrir leikarahópnum og þeir Bryan Adams, Rod Stewart og Sting sungu titillagið All for Love. Fimm árum seinna var komið að Skyttu-myndinni sem tekur upp þráðinn þegar D‘Artagnan hefur tekið að sér að verja Loðvík sólkonung, gömlum vinum sínum til mikilla ama. Þeir vita hins vegar að sólkonungurinn á tvíburabróður sem situr bak við lás og slá og reyna að frelsa hann. Leonardo DiCaprio leikur spillta kónginn en þeir Jeremy Irons, John Malkovich, Gabriel Byrne og Gérard Depardieu eru skytturnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Ný kvikmynd byggð á samnefndri sögu Alexandre Dumas um skytturnar þrjár verður frumsýnd um helgina. Þrívítt stórskotalið frá Hollywood er í helstu hlutverkum, ólíkt því sem var þegar maður að nafni Sydney Booth lék D‘Artagnan fyrir hundrað árum. The Three Musketeers, 2011-útgáfan, segir frá því að þegar skytturnar þrjár, Athos, Porthos og Aramis, eru í öngum sínum eftir að hafa verið sviknar af samstarfskonunni, hinni íðilfögru Milady. Til stóð að brjótast inn í dularfulla hvelfingu Leonardos Da Vinci í Feneyjum og ræna þaðan dýrgrip en Milady ákveður að taka málin í sínar hendur og selja gripinn til hertogans af Buckingham. Skytturnar rekast hins vegar á hinn unga og hugrakka D‘Artagnan og saman berjast þeir gegn ranglæti heimsins. Leikstjóri myndarinnar er Paul W.S. Anderson en í helstu hlutverkum eru Mads Mikkelsen, Logan Lerman, Orlando Bloom, Milla Jovovich og Christoph Waltz. Kvikmyndaáhugafólk þekkir auðvitað söguna um skytturnar þrjár eins og lófann á sér enda hafa bæði Bandaríkjamenn og Frakkar gert bók Alexandre Dumas góð skil á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir alls konar útúrsnúninga á sögu Dumas er stef flestra myndanna það sama: D‘Artagnan kemur til Parísar í þeirri von að verða hluti af elítu-liði skyttnanna og saman berjast þeir við vonda kardínála og illa innrætta hertoga til að vernda þá sem minna mega sín undir einkunnarorðunum: „Einn fyrir alla og allir fyrir einn.“ Talið er að fyrsta myndin eftir sögunni hafi verið gerð í Frakklandi árið 1903 en fáar heimildir eru til um gerð hennar. Hins vegar er vitað að kvikmyndaver Thomas Edison, Edison Studios, gerði tvær stuttmyndir um ævintýri D‘Artagnans árið 1911. Þar lék Sydney Booth hina ungu hetju sem lærir sitthvað um lífið og hættur þess af skyttunum þrem. Amerískir kvikmyndagerðarmenn létu þar ekki staðar numið; tvær myndir voru gerðar á árunum 1914-1916 en árið 1921 birtist þögla kvikmyndastjarnan og goðsögnin Douglas Fairbanks í öllu sínu veldi sem D‘Artagnan, Fairbanks var þá ein skærasta stjarna Hollywood, hafði leikið bæði Zorró og Hróa hött. Saga Dumas lifði góðu lífi í Hollywood og árið 1948 gerði MGM-kvikmyndaverið alvöru gullaldarútgáfu eftir bókinni með Gene Kelly, Lönu Turner, Vincent Price og Angelu Lansbury í helstu hlutverkum. Árið 1973 kom enn ein útgáfan, með Oliver Reed, Charlton Heston, Raquel Welch, Michael York og Fay Dunaway, en hún var það mikil að burðum að myndin var sýnd í tveimur hlutum; The Three Musketeers og The Four Musketeers sem kom út árið eftir. Tuttugu árum seinna réðist svo Disney í að gera nokkurs konar Young Guns-útgáfu af sögunni, þar sem Charlie Sheen, Kiefer Sutherland, Oliver Platt og Chris O‘Donnell fóru fyrir leikarahópnum og þeir Bryan Adams, Rod Stewart og Sting sungu titillagið All for Love. Fimm árum seinna var komið að Skyttu-myndinni sem tekur upp þráðinn þegar D‘Artagnan hefur tekið að sér að verja Loðvík sólkonung, gömlum vinum sínum til mikilla ama. Þeir vita hins vegar að sólkonungurinn á tvíburabróður sem situr bak við lás og slá og reyna að frelsa hann. Leonardo DiCaprio leikur spillta kónginn en þeir Jeremy Irons, John Malkovich, Gabriel Byrne og Gérard Depardieu eru skytturnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira