Tímaritið OK! heldur því fram að alvara sé að færast í samband Jennifer Lopez og Bradley Cooper. Nýverið sást til parsins þar sem þau óku á brott frá veitingastað í Kaliforníu.
Sjónarvottur segir Lopez og Cooper hafa verið afslöppuð í návist hvor annars og skemmt sér vel. „Þau settust inn í bílinn hans og þegar þau óku á brott heyrðust þau syngja hástöfum með útvarpinu og hlæja.“
„Hann er mjög hrifinn af Jennifer og getur vart haft augun af henni. Henni finnst hann bæði myndarlegur og heillandi og nýtur þess að eyða tíma með honum,“ sagði heimildarmaðurinn.
Segja alvöru í sambandi J-Lo og Cooper
