Erlent

Sendiför Curiosity til Mars hefst á morgun

Rannsóknarstöðin Curiosity.
Rannsóknarstöðin Curiosity. mynd/NASA
Tölvustýrðu rannsóknarstöðinni Curiosity verður skotið á loft frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum á morgun. Curiosity mun leita eftir ummerkjum lífs á plánetunni Mars.

Curiosity er flóknasta og dýrasta rannsóknarstöð sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur nokkurn tíma staðið fyrir. Curiosity er 19. sendiför stofnunarinnar til Rauðu plánetunnar.

Markmið verkefnisins er að leita ummerkja um lífræn efnasambönd á Mars.

Ferðalag Curiosity til Mars tekur níu mánuði.


Tengdar fréttir

Curiosity mun rannsaka Mars næstu tvö ár

Í næstu viku mun NASA skjóta hreyfanlegu rannsóknarstöðinni Curiosity á loft. Markmið verkefnisins er að framkvæma nákvæmari rannsóknir á yfirborði Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×