Trompetið er loksins orðið töff 15. október 2011 08:30 Ragnhildur kemur 18 sinnum fram á Iceland Airwaves-hátíðinni með fimm hljómsveitum. fréttablaðið/vilhelm „Það er nóg að gera hjá mér þessa vikuna,“ segir Ragnhildur Gunnarsdóttir trompetleikari. Ragnhildur kemur 18 sinnum fram á Iceland Airwaves-hátíðinni, sem hófst á miðvikudag. Hún blæs í trompetið með hljómsveitunum Nora, Valdimar, Útidúr, Orphic Oxtra og hinni gríðarlega vinsælu Of Monsters and Men. Dagskráin hjá Ragnhildi hófst á þriðjudag, með tónleikum með Útidúr á Kaffibarnum, en þegar Fréttablaðið náði í hana var hún stödd í auga hvirfilbylsins, ef svo má að orði komast. „Þetta er mjög skemmtilegt, en þetta er erfitt — trompet er ekki auðveldasta hljóðfærið til að spila mikið á. Þannig að ég verð þreytt þegar það er mikið að gera, en þetta er gaman.“ Ertu þá ekki með þanin lungu? „Jú, það mætti segja það.“ En þarf að huga að einhverju sérstöku mataræði til að þrauka út svona törn? „Nei, ég er aðallega að reyna að finna tíma til að borða. Ég er hlaupandi út um allt.“ Ragnhildur hefur spilað á trompet síðustu tólf ár, frá því hún var tíu ára gömul, og nemur djass í FÍH. Hún segir vinsældir trompetsins vera að aukast þar sem það sé vart þverfótað fyrir trompetleikurum á Iceland Airwaves. „Það eru trompetleikarar úti um allt,“ segir hún. „Trompetið er loksins orðið töff. Það var ekki töff fyrir svona tíu árum, enda bara tengt við lúðrasveitir og svona. Nú getur maður spilað í víðara samhengi.“ - afb Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
„Það er nóg að gera hjá mér þessa vikuna,“ segir Ragnhildur Gunnarsdóttir trompetleikari. Ragnhildur kemur 18 sinnum fram á Iceland Airwaves-hátíðinni, sem hófst á miðvikudag. Hún blæs í trompetið með hljómsveitunum Nora, Valdimar, Útidúr, Orphic Oxtra og hinni gríðarlega vinsælu Of Monsters and Men. Dagskráin hjá Ragnhildi hófst á þriðjudag, með tónleikum með Útidúr á Kaffibarnum, en þegar Fréttablaðið náði í hana var hún stödd í auga hvirfilbylsins, ef svo má að orði komast. „Þetta er mjög skemmtilegt, en þetta er erfitt — trompet er ekki auðveldasta hljóðfærið til að spila mikið á. Þannig að ég verð þreytt þegar það er mikið að gera, en þetta er gaman.“ Ertu þá ekki með þanin lungu? „Jú, það mætti segja það.“ En þarf að huga að einhverju sérstöku mataræði til að þrauka út svona törn? „Nei, ég er aðallega að reyna að finna tíma til að borða. Ég er hlaupandi út um allt.“ Ragnhildur hefur spilað á trompet síðustu tólf ár, frá því hún var tíu ára gömul, og nemur djass í FÍH. Hún segir vinsældir trompetsins vera að aukast þar sem það sé vart þverfótað fyrir trompetleikurum á Iceland Airwaves. „Það eru trompetleikarar úti um allt,“ segir hún. „Trompetið er loksins orðið töff. Það var ekki töff fyrir svona tíu árum, enda bara tengt við lúðrasveitir og svona. Nú getur maður spilað í víðara samhengi.“ - afb
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira