Lífið

Andrea Gylfadóttir leikstýrir óperu hjá leikfélaginu Peðinu

Andrea Gylfadóttir leikstýrir óperunni Bjarmaland – rísandi land eftir Jón Benjamín Einarsson.fréttablaðið/valli
Andrea Gylfadóttir leikstýrir óperunni Bjarmaland – rísandi land eftir Jón Benjamín Einarsson.fréttablaðið/valli
Andrea Gylfadóttir stígur sín fyrstu skref sem leikstjóri í óperunni Bjarmaland – rísandi land sem leikfélagið Peðið setur upp á Gallery-bar á Hverfisgötu 46. Tilefnið er árleg öl- og menningarhátíð barsins, sem hefst í dag og lýkur á sunnudag.

Þetta er sjötta leikár Peðsins og tólfta uppfærsla þess. Það var áður starfandi á Grand Rokki. Andrea semur einnig tónlistina við verkið í samvinnu við leikhópinn, sem telur yfir tuttugu manns. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að vinna þetta. Ég hef gert músík fyrir þau áður, tekið þátt í fjögurra manna uppfærslu,“ segir Andrea.

„Hún er spaugileg, má segja,“ segir hún um nýju óperuna. „Þetta er bara skemmtistund. Það gefst ekki langur tími til æfinga á svona dæmi. Þetta gerist á bar og það eru alls konar týpur sem slæðast inn á barinn og ræða málin með skemmtilegum söngstíl.“

Í grunninn er óperan ástarsaga af fólki í greiðsluaðlögun. Inn í hana spinnast bótasvikarar, listunnendur, sauðfjárbændur og fleiri persónur. Höfundur er Jón Benjamín Einarsson, sem hefur samið flest verk Peðsins í gegnum árin. Aðeins tvær sýningar verða á óperunni. Sú fyrri verður á laugardagskvöld kl. 20 og sú síðari á sunnudaginn kl. 16.30.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.