Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu 4. nóvember 2011 04:00 Þau eru sammála í pólitík en ósammála um hvort þeirra geti náð meiri árangri í brú Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/rósa Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira