Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu 4. nóvember 2011 04:00 Þau eru sammála í pólitík en ósammála um hvort þeirra geti náð meiri árangri í brú Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/rósa Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira