Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu 4. nóvember 2011 04:00 Þau eru sammála í pólitík en ósammála um hvort þeirra geti náð meiri árangri í brú Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/rósa Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira