Á stall með Coco Chanel 18. apríl 2011 20:30 Litill svartur kjóll getur opnað margar dyr. Það veit Vera Þórðardóttir, sem leggur til einn slíkan á sýningu helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel. Fréttablaðið/Chanel Sýning til heiðurs hinum litla og látlausa svarta kjól Coco Chanel hefur verið opnuð í The Civic Gallery í Barnsley á Englandi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því hann leit dagsins ljós. Sýningin spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu níu áratuganna og nokkra nýja og forvitnilega að auki, þar á meðal eftir íslenska fatahönnuðinn Veru Þórðardóttur. „Auðvitað er einstakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu," segir Vera, glöð í bragði. Félagsskapurinn er enda ekki af verri endanum þar sem mörg þekktustu nöfnin í tískuiðnaðinum eiga verk á sýningunni, Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og YSL svo fáein séu nefnd. „Og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar," bætir hún við og útilokar ekki að sýningin eigi eftir að opna henni fleiri dyr í tískuheiminum.Kjóllinn sem Audrey Hepburn klæddist í Breakfast at Tiffany’s er á sýningunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Veru vekur athygli. Hún komst í heimspressuna í fyrra þegar Lady Gaga klæddist jakka eftir hana á tónleikum Eltons John og telur líklegt að það hafi orðið til þess að þátttakan á sýningunni bauðst. „Ég er viss um þeir hafa í framhaldi kynnt sér heimasíðuna mína því þar gefur að líta svartan kjól eftir mig," útskýrir Vera, sem fékk frjálsar hendur við að hanna flík á sýninguna en útkoman varð glæsilegur svartur sílikonkjóll.Elisabeth Hurley vakti heimsathygli þegar hún mætti í þessum kjól á frumsýningu myndarinnar Four Weddings and a Funeral. Hann er til sýnis í The Civic.Leiðir þeirra Veru og Gaga halda síðan áfram að skarast því 20. maí, sama dag og sýningunni í The Civic Gallery lýkur, kemur út bókin The Secret Book on Lady Gaga. Franski blaðamaðurinn Alexandra Boucherifi hefur þar tekið saman hönnun og list sem tengist Lady Gaga, meðal annars mynd af umræddum jakka Veru. „Boucherifi stóð fyrir sýningu um fatastíl Lady Gaga í París og var jakkinn til sýnis. Þúsundir manna sóttu hana á aðeins nokkrum dögum sem varð til þess að hugmyndin að bókinni kviknaði og mér var boðið að vera með," segir Vera og kveðst vera upp með sér þar sem úr nægu sé að velja. „Auk þess sem margir af þekktustu hönnuðum heims hafa klætt Lady Gaga." roald@frettabladid.isEndingargóður, látlaus og á góðu verði. Þannig hugsaði Coco Chanel sér litla svarta kjólinn. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Sýning til heiðurs hinum litla og látlausa svarta kjól Coco Chanel hefur verið opnuð í The Civic Gallery í Barnsley á Englandi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því hann leit dagsins ljós. Sýningin spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu níu áratuganna og nokkra nýja og forvitnilega að auki, þar á meðal eftir íslenska fatahönnuðinn Veru Þórðardóttur. „Auðvitað er einstakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu," segir Vera, glöð í bragði. Félagsskapurinn er enda ekki af verri endanum þar sem mörg þekktustu nöfnin í tískuiðnaðinum eiga verk á sýningunni, Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og YSL svo fáein séu nefnd. „Og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar," bætir hún við og útilokar ekki að sýningin eigi eftir að opna henni fleiri dyr í tískuheiminum.Kjóllinn sem Audrey Hepburn klæddist í Breakfast at Tiffany’s er á sýningunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Veru vekur athygli. Hún komst í heimspressuna í fyrra þegar Lady Gaga klæddist jakka eftir hana á tónleikum Eltons John og telur líklegt að það hafi orðið til þess að þátttakan á sýningunni bauðst. „Ég er viss um þeir hafa í framhaldi kynnt sér heimasíðuna mína því þar gefur að líta svartan kjól eftir mig," útskýrir Vera, sem fékk frjálsar hendur við að hanna flík á sýninguna en útkoman varð glæsilegur svartur sílikonkjóll.Elisabeth Hurley vakti heimsathygli þegar hún mætti í þessum kjól á frumsýningu myndarinnar Four Weddings and a Funeral. Hann er til sýnis í The Civic.Leiðir þeirra Veru og Gaga halda síðan áfram að skarast því 20. maí, sama dag og sýningunni í The Civic Gallery lýkur, kemur út bókin The Secret Book on Lady Gaga. Franski blaðamaðurinn Alexandra Boucherifi hefur þar tekið saman hönnun og list sem tengist Lady Gaga, meðal annars mynd af umræddum jakka Veru. „Boucherifi stóð fyrir sýningu um fatastíl Lady Gaga í París og var jakkinn til sýnis. Þúsundir manna sóttu hana á aðeins nokkrum dögum sem varð til þess að hugmyndin að bókinni kviknaði og mér var boðið að vera með," segir Vera og kveðst vera upp með sér þar sem úr nægu sé að velja. „Auk þess sem margir af þekktustu hönnuðum heims hafa klætt Lady Gaga." roald@frettabladid.isEndingargóður, látlaus og á góðu verði. Þannig hugsaði Coco Chanel sér litla svarta kjólinn.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira