Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið 29. október 2011 08:00 Hús með sál og hjarta Ólafur Egill Egilsson vill flytja hús afa síns og nafna, Ólafs Egilssonar, á lóðina við Bergstaðastræti 18. Það var byggt 1902 og stóð upphaflega við Laugaveg 74 en er nú í geymslu úti á Granda. Ólafur segir að honum hafi verið vel tekið hjá borginni en hann viti jafnframt vel að svona hlutir taki sinn tíma. „Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira