Enski boltinn

Ferguson: Við áttum að skora sex mörk í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson þakkar stuðningsmönnunum fyrir eftir leik.
Alex Ferguson þakkar stuðningsmönnunum fyrir eftir leik. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í skýjunum eftir sigurinn á Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann leyndi ekki gleði sinni í viðtölum eftir leikinn.

„Við lendum svo oft í þessu að fá á okkur pressu í lokin. Við áttum að skora sex mörk í fyrri hálfleik. Maður býst alltaf við erfiðum leik á móti Chelsea og svo var raunin. Við fengum frábæra byrjun og liðið spilaði vel í dag," sagði Ferguson.

„Þegar við töpuðum boltanum og fengum á okkur markið þá fengum við frábæra hjálp frá stuðningsmönnunum okkar. Leikmennirnir mínir eiga annars þetta skilið," sagði Ferguson.

Það getur fátt komið í veg fyrir að Manchester United vinni 19. meistaratitilinn og bæti þar með met Liverpool. United var níu titlum á eftir Liverpool þegar Ferguson tók við liðinu árið 1986.

„Það er frábært að geta sagt að við séum sigursælasta félagið í enskum fótbolta. Það tók sinn tíma að byggja upp réttar undirstöður fyrir félagið en síðan við unnið fyrsta titilinn þá höfum við bætt okkur, bætt okkur og bætt okkur," sagði Ferguson kátur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×