Össur ósammála Krugman - hefur fulla trú á evrunni Erla Hlynsdóttir skrifar 28. október 2011 20:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er ósammála nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um hvort evran sé besti kosturinn fyrir Íslendinga. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í gær. Hann varaði mjög við upptöku evrunnar og sagði Ísland standa mun betur að vígi en þau lönd sem hefðu tekið upp evruna. „Ég hef ekki skipt um skoðun. Það er grundvallar ágreiningur á milli mín og til dæmis nóbelsverðlaunahafans Krugmans að því leitinu til að hann vill nota krónuna til þess, í kreppum, að lækka kaupmátt fólksins og velta þannig byrðunum yfir á það. Það vil ég ekki. Þannig að ég er jafn harður á þeirri skoðun að það væri mjög gott fyrir okkur að taka upp evruna," segir Össur. Þannig segir Össur að Íslendingar geti útrýmt verðtryggingu, fengið evruvexti og aukið erlenda fjárfestingu. „Sömuleiðis þá er ég nú bjartsýnni á evruna en áður því þessar aðgerðir sem gripið var til á evrusvæðinu í gær, markaðirnir taka þeim að minnsta kosti mjög vel þó ég telji sjálfur að það sé ekki nóg að gert. En það er klárt að við erum að sjá endurskapaða evru sem hefur skírst í eldi harðra átaka og umróts, og það getur bara verið gott fyrir Ísland," segir Össur og bætir við: „Bæði þegar kemur að því að við tökum afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu en líka því það dregur úr líkunum á því að það verði kreppa í Evrópu sem óhjákvæmilega myndi hafa áhrif á útflutning okkar til Evrópu, en það er jú stærsta markaðssvæði okkar." Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er ósammála nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um hvort evran sé besti kosturinn fyrir Íslendinga. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í gær. Hann varaði mjög við upptöku evrunnar og sagði Ísland standa mun betur að vígi en þau lönd sem hefðu tekið upp evruna. „Ég hef ekki skipt um skoðun. Það er grundvallar ágreiningur á milli mín og til dæmis nóbelsverðlaunahafans Krugmans að því leitinu til að hann vill nota krónuna til þess, í kreppum, að lækka kaupmátt fólksins og velta þannig byrðunum yfir á það. Það vil ég ekki. Þannig að ég er jafn harður á þeirri skoðun að það væri mjög gott fyrir okkur að taka upp evruna," segir Össur. Þannig segir Össur að Íslendingar geti útrýmt verðtryggingu, fengið evruvexti og aukið erlenda fjárfestingu. „Sömuleiðis þá er ég nú bjartsýnni á evruna en áður því þessar aðgerðir sem gripið var til á evrusvæðinu í gær, markaðirnir taka þeim að minnsta kosti mjög vel þó ég telji sjálfur að það sé ekki nóg að gert. En það er klárt að við erum að sjá endurskapaða evru sem hefur skírst í eldi harðra átaka og umróts, og það getur bara verið gott fyrir Ísland," segir Össur og bætir við: „Bæði þegar kemur að því að við tökum afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu en líka því það dregur úr líkunum á því að það verði kreppa í Evrópu sem óhjákvæmilega myndi hafa áhrif á útflutning okkar til Evrópu, en það er jú stærsta markaðssvæði okkar."
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira