Fótbolti

Brasilíumaður fékk taugaáfall í Japan og flúði heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marquinhos hér í eldlínunni í japanska boltanum.
Marquinhos hér í eldlínunni í japanska boltanum.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marquinhos entist ekki lengi hjá japanska liðinu Vegalta Sendai. Hörmungarnar í Japan tóku svo á leikmanninn að hann fékk taugaáfall og flúði heim.

Hann var aðeins búinn að vera hjá félaginu í þrjá mánuði en hann hafði leikið með öðrum japönskum félögum áður. Marquinhos hefur skoraði 109 mörk í 230 leikjum í japanska boltanum.

Sendai fór einna verst út úr hamförunum í Japan þar sem um 12 þúsund manns hafa látið lífið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×