Lífið

Taka tvö hjá Caribou

Hljómsveitin Caribou kemur hingað til lands í næstu viku.
Hljómsveitin Caribou kemur hingað til lands í næstu viku.
Kanadíska hjómsveitin Caribou ætlar að gera aðra tilraun til að koma hingað til lands í næstu viku. Tónleikar með sveitinni eru fyrirhugaðir á Nasa 28. júní. Hún ætlaði að spila þar 22. maí en tónleikunum var frestað vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin Sin Fang sem er með útgáfusamning við Morr Music í Berlín hitar upp. Caribou er sviðsnafn stærðfræðidoktorsins Daniels Victors Snaith sem einnig er þekktur undir nafninu Manitoba. Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og kostar 3.800 kr. inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.