ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 17:15 Eiður Smári Guðjohnsenþ Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Erlendar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Erlendar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira