Ótrúlegar vinsældir Adele 31. mars 2011 08:00 vinsæl Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. nordicphotos/getty Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira