Enski boltinn

Gazza segir frá lífi sínu á leiksviði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gazza er frekar tekinn eftir áralanga drykkju.
Gazza er frekar tekinn eftir áralanga drykkju.
Partyboltinn Paul Gascoigne deyr ekki ráðalaus þegar hann hefur lítið að gera. Hann hefur nú ákveðið að ferðast um Bretlandseyjar með sýningu þar sem hann segir frá skrautlegu lífi sínu.

Gazza verður ekki einn á ferð því gamla brýnið Jimmy Greaves verður með honum og mun hita upp fyrir Gazza.

Báðir léku þeir með Tottenham á sínum tíma og eiga það sameiginlegt að hafa tekið margar hraustlegar glímur við Bakkus.

Gazza hefur ítrekað tapað þeim slag en Greaves hefur ekki smakkað það síðan 1978.

Sýning þeirra félaga mun standa yfir í tvo og hálfan tíma og fá áhorfendur einnig tækifæri til þess að spyrja Gazza spjörunum úr um skrautlegt lífernið.

"Ég mun segja magnaðar sögur af brjáluðu lífi mínu. Ég óttast heldur ekkert þær spurningar sem ég mun líklega fá," sagði Gazza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×