Enski boltinn

Bale ætti að ná leiknum gegn Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bale, fyrir miðju, á landsliðsæfingu fyrr í vikunni.
Bale, fyrir miðju, á landsliðsæfingu fyrr í vikunni. Nordic Photos / Getty Images
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, telur að Gareth Bale þurfi aðeins um tíu daga til að jafna sig á meiðslum sínum.

Bale mun ekki spila með Wales gegn Englandi í undankeppni EM 2012 á laugardaginn en Speed hefur sagt að hann hafi mætt meiddur til æfinga með landsliðinu.

Bale komst ekki í gegnum heila æfingu á þriðjudaginn og var svo úrskurðaður óleikhæfur vegna meiðsla aftan í læri af læknum landsliðsins í gær.

Hann er því kominn aftur til Tottenham þar sem lögð verður höfuðáhersla á að ná honum góðum fyrir fyrri leik liðsins gegn Real Madrid í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 5. apríl.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bale meiðist á leiktíðinni en hann var nýbúinn að jafna sig á meiðslum sem héldu honum frá keppni í heilan mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×