Öldruðu drykkjufólki fjölgar 25. október 2011 03:45 Valgerður Rúnarsdóttir læknir Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira