Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir 18. mars 2011 07:00 Skuggalegir Mennirnir hafa gert mörg barnanna mjög hrædd með hátterni sínu, hvort sem þeir hafa raunverulega eitthvað illt í hyggju eða ekki. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/heiða Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh
Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira