Enski boltinn

Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eftir 29 leiki án taps í ensku úrvalsdeildinni tók Man. Utd upp á því að tapa fyrir neðsta liði deildarinnar, Wolves. Dagurinn í enska boltanum var skrautlegur en þessi ótrúlegu úrslit toppuðu allt.

Nani kom United yfir strax á 3. mínútu með huggulegu marki sem kom úr einstaklingsframtaki.

Wolves gafst ekki upp og aðeins sjö mínútum síðar jafnaði George Elokobi metin fyrir heimamenn. Fimm mínútum fyrir hlé kom Kevin Doyle síðan Úlfunum yfir.

Flestir áttu von á því að United myndi rétta hlut sinn í síðari hálfleik en af því varð ekki. Sóknarleikur liðsins var ómarkviss og fyrirsjáanlegur. Allan kraft vantaði í leik liðsins og liðið fékk aðeins hálffæri.

United missti þar með af gullnu tækifæri til þess að ná sjö stiga forskoti í deildinni og klúður Arsenal í dag er allt í einu orðinn góður punktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×