Lífið

Stökkva af risastórum pöllum í Galtalæk

Það verður mikið um dýrðir í Galtalæk um næstu helgi þegar þar fer fram útihátíð með fjöldanum öllum af hljómsveitum og ofurhugum sem stökkva á hjólum af risastórum pöllum.

Meðal þeirra sem sýna listir sínar eru ofurhugarnir Micke Gullstrand og Martin Snellström, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt sjónarspil fer fram hér á landi. Þeir eru báðir "freestyle" mótorkrossmenn í heimsklassa en einnig munu nokkrir af bestu stökkvurum landsins taka þátt í sýningunni um helgina.

Mikil stemmning er byrjuð að myndast fyrir hátíðinni en auk mótorkrosssýningarinnar er von á miklu BMX-hjóla og hjólabrettafjöri. Auk risapallanna verður sett um BMX-svæði og hjólabrettasvæði og hafa nokkrir af bestu hjólabretta- og BMX-iðkendum landsins boðað komu sína í Galtalækinn um næstu helgi.

Þetta er því viðburður sem engin jaðarsportunnandi ætti að láta framhjá sér fara.

Tónleikadagskráin er síðan ekki af verri endanum, en á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Dikta, Valdimar, Steindi Jr., Benny Crespos Gang, UMTBS, Blaz Roca og Friðrik Dór. Einnig verður á svæðinu sérstakt teknótjald á vegum Techno.is.

Miðasala er í verslunum Mohawks í Kringlunni og á Laugavegi og á bensínstöðvum N1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.