Blá lömb spígspora um Steingrímsfjörð 17. maí 2011 07:00 Bláa fjölskyldan á Bassastöðum Tvílembd ær vildi ekki annað lambið sitt þannig að bóndinn gerði henni ómögulegt að þekkja þau í sundur svo nú fá bæði lömbin að njóta móðurlegrar umhyggju ærinnar. Eins er ástatt um aðra tvílembda kind á Bassastöðum.Fréttablaðið/Garðar „Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. Guðbrandur segir að tvær ær sem voru tvílembdar hafi báðar hafnað öðru lamba sinna. Sjálfar séu kindurnar litblindar en þekki lömbin á lyktinni. Hann hafi hins vegar séð við lyktarskyni þeirra. „Ég hef fundið það út að ein af fljótlegustu lausnunum þegar ær afneita lömbum, sem eru orðin þurr og kannski tveggja daga gömul, er að úða einhverju yfir þau sem eyðir lyktinni. Síðan gera gamlir og grónir framsóknarmenn rollunni það til háðungar að hafa lömbin blá," segir Guðbrandur og hlær.Guðbrandur útskýrir að aðferðin virki ekki ef ær sem sé tvílembd afneitar báðum lömbunum. „Þær vita að þær eiga annað lambið og þetta er gert til þess að þær finni ekki muninn á lömbunum," segir fjárbóndinn og undirstrikar að vanda verði vel til verksins og gæta að að liturinn fari á allt lambið. „Ef þær finna einhvern smá blett þar sem þær ná þessari eðlilegu lykt af lambinu þá þekkja þær það eins og skot." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbrandur beitir litaúðunar-brellunni. „Í fyrra var farið að sleppa á fjall þegar einn gamall kom til mín og spurði hvort það væri virkilega farið að vera með nýtt litaafbrigði á fénu. Þá hafði hann farið langt fram á dal og fann þar kind með græn lömb. Það var ekki alveg það sem hann hafði séð í Selárdalnum áður," segir hann. Guðbrandur segir litinn engu breyta um eiginleika ullarinnar sem haldi áfram hita á lömbunum á eðlilegan hátt. Þá muni liturinn skolast af í sumar. „Liturinn verður nánast horfinn í haust svo þetta truflar smalana ekki mikið. Þeir ættu ekki að lenda í því að halda að þetta sé huldufé," lofar bóndinn á Bassastöðum. gar@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
„Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. Guðbrandur segir að tvær ær sem voru tvílembdar hafi báðar hafnað öðru lamba sinna. Sjálfar séu kindurnar litblindar en þekki lömbin á lyktinni. Hann hafi hins vegar séð við lyktarskyni þeirra. „Ég hef fundið það út að ein af fljótlegustu lausnunum þegar ær afneita lömbum, sem eru orðin þurr og kannski tveggja daga gömul, er að úða einhverju yfir þau sem eyðir lyktinni. Síðan gera gamlir og grónir framsóknarmenn rollunni það til háðungar að hafa lömbin blá," segir Guðbrandur og hlær.Guðbrandur útskýrir að aðferðin virki ekki ef ær sem sé tvílembd afneitar báðum lömbunum. „Þær vita að þær eiga annað lambið og þetta er gert til þess að þær finni ekki muninn á lömbunum," segir fjárbóndinn og undirstrikar að vanda verði vel til verksins og gæta að að liturinn fari á allt lambið. „Ef þær finna einhvern smá blett þar sem þær ná þessari eðlilegu lykt af lambinu þá þekkja þær það eins og skot." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbrandur beitir litaúðunar-brellunni. „Í fyrra var farið að sleppa á fjall þegar einn gamall kom til mín og spurði hvort það væri virkilega farið að vera með nýtt litaafbrigði á fénu. Þá hafði hann farið langt fram á dal og fann þar kind með græn lömb. Það var ekki alveg það sem hann hafði séð í Selárdalnum áður," segir hann. Guðbrandur segir litinn engu breyta um eiginleika ullarinnar sem haldi áfram hita á lömbunum á eðlilegan hátt. Þá muni liturinn skolast af í sumar. „Liturinn verður nánast horfinn í haust svo þetta truflar smalana ekki mikið. Þeir ættu ekki að lenda í því að halda að þetta sé huldufé," lofar bóndinn á Bassastöðum. gar@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira