Jóhanna og Dagur gefa flokksmönnum línuna 6. apríl 2011 19:38 Mynd/GVA „Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“ Icesave Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“
Icesave Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira