NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 11:00 Tim Tebow Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19 NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19
NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira