Innlent

Nýjar brýr yfir Hornafjarðarfljót og Ölfusá

Ný brú yfir Hornafjarðarfljót ásamt vegagerð, ný brú yfir Ölfusá norðan Selfoss og breikkun vegar milli Selfoss og Hveragerðis og um Hellisheiði eru á meðal stórra verkefna sem lokið verður á gildistíma 12 ára samgönguáætlunar sem kynnt var í dag þegar tólf og fjögurra ára samgönguáætlanir voru lagðar fram. Á meðal annarra verkefna á gildistímanum sem kosta yfir einn milljarð króna eru vegarkafli á sunnanverðum Vestfjörðum og fjölmörg verkefni á Suðvesturlandi sem tengjast bættu umferðarflæði. Þá verður gert átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi um land allt fyrir tæpa 6 milljarða króna á áætlunartímabilinu.

Tólf ára samgönguáætlun hefur að geyma stefnumótun en fjögurra ára áætlunin er verkefnaáætlun með fjárhagsramma. Tekjur og framlög til verkefna tólf ára samgönguáætlunar eru alls 296 milljarðar króna. Stærsta hluta þess fjármagns á að verja til vegamála eða 240 milljörðum.

„Gert er ráð fyrir að lokið verði við gerð Norðfjarðarganga árið 2018, Dýrafjarðargöng árið 2022 og Hjallahálsgöng einnig 2022 (ef láglendisleið verður ekki fyrir valinu)“, segir einnig í tilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×