Innlent

Lagt til að Mehdi fái ríkisborgararétt

Höskuldur Kári Schram skrifar
Íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyanpoor er meðal tuttugu og fögurra einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Kavyanpoor sótti fyrst um hæli hér á landi fyrir sex árum.

Kavyanpoor komst í fréttirnar í vor þegar hann hellti yfir sig bensíni í á skrifstofum Rauða krossins við Efstaleiti til að mótmæla seinagangi Útlendingastofnunar við afgreiðslu á beiðni hans um dvalarleyfi. Hann var að lokum yfirbugaður af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra en var ekki ákærður.

Kavyanpoor sótti fyrst um hæli árið 2005 en var að lokum hafnað eftir málið rataði fyrir dómstóla. Kavyanpoor sagði í samtali við fréttastofu í dag vera mjög ánægður með tillögu allsherjar-og menntanefndar og vonast til þess að hún verði samþykkt.

Þá er ennfremur lagt til að Siim Vit sut, tveggja ára drengur frá Eistlandi, fái ríkisborgararétt en hann er sonur Hannesar Þórs Helgasonar sem féll fyrir morðingjahendi í Hafnarfirði í fyrra.

Í frumvarpi allsherjar- og menntanefndar er lagt til að tuttugu og fjórir einstaklingar fái ríkisborgararétta en alls bárust fjörutíu og tvær umsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×