Lífið

Of Monsters and Men fékk gullplötu

elly@365.is skrifar
Record Records afhenti Of Monsters and Men gullplötu í gær.
Record Records afhenti Of Monsters and Men gullplötu í gær.

Í gær fékk hljómsveitin Of Monsters and Men afhenta gullplötu. Afhendingin fór fram á Faktorý þar sem skálað var í jólaöl með hljómsveitinni og góðvinum.

Gullplatan er viðurkenning á sölu yfir 5000 eintökum sem var staðfest af Félagi hljómplötuframleiðenda í byrjun desember.

Það hefur verið að gaman að fylgjast með velgengni þessarar sigursveitar Músíktilrauna 2010 þetta árið og verður ennþá meira spennandi að fylgjast með þeim á komandi ári þegar hún ræðst í útrás sem hefst formlega þriðjudaginn 20. desember þegar EP platan Into The Woods kemur út á stafrænu formi.

Of Monsters and Men á Facebook.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.