Ferguson lærir af reynslunni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 18:45 Sir Alex þungt hugsi MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira