Erlent

Fjölmenn mótmæli boðuð í Egyptlandi í dag

Egyptar búa sig undir fjölmenn mótmæli í dag þar sem þess verður krafist að herforingjaráð landsins láti af völdum. Þar að auki vilja mótmælendurnir að þingkosningum sem áttu að fara fram á mánudag verði frestað.

Herforingjaráðið hefur skipað Kamal Ganzouri fyrrum forsætisráðherra landsins að mynda nýja ríkisstjórn en sú ráðstöfun fellur í grýttan jarðveg meðal mótmælenda.

Samkvæmt opinberum tölum hafa yfir 40 manns fallið í mótmælum og götubardögum á Friðartorginu og hliðargötum þess það sem af er vikunni og vel yfir 2.000 manns hafa særst í átökum mótmælenda við öryggissveitir og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×