Erlent

Berlínarbollu heilsast vel

Risabarnið er kallað Jihad.
Risabarnið er kallað Jihad. mynd/AP
Risabarn fæddist á spítala í Berlín í gær. Pilturinn var 6 kíló og er langstærsta barn sem fæðst hefur í Þýskalandi.

Móðir barnsins er 40 ára gömul og er 240 kíló. Hún þjáðist af meðgöngusykursýki en þegar sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður eykst blóðþrýstingur móðurinnar og meiri líkur eru á að barnið verði óvanalega stórt.

Yfirleitt eru slík börn tekin með keisaraskurði en móðirin í þessu tilfelli kaus að fæða barnið venjulega. Fæðingin tók 7 klukkustundir og allt gekk að óskum. Piltinum heilsast vel.

Venjuleg þyngd barna er í kringum 3.5 kíló.

En þrátt fyrir að Berlínarpilturinn sé stór þá er hann langt frá því að vera stærsta barn veraldar. Árið 2009 eignaðist indónesísk kona barn sem vó 8.7 kíló. Árið 1879 eignaðist kanadísk kona svo barn sem var 10.8 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×