Erlent

Páfinn kærður fyrir umferðarlagabrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meintur brotamaður gæti þurft að greiða háa sekt.
Meintur brotamaður gæti þurft að greiða háa sekt. mynd/ afp.
Þýskur lögfræðingur hefur kært Benedikt sextánda páfa, sem áður var þekktur sem Joseph Ratzinger, fyrir umferðarlagabrot. Hann er nánar tiltekið sakaður um að hafa setið í bíl sínum án beltis nokkrum sinnum. Í dagblaðinu Westfälischen Rundschau kemur fram að páfinn mun hafa brotið lögin nokkrum sinnum í heimsókn sinni til Freiburg í lok september, en þá var hann í heimsókn í Þýskalandi.

Lögfræðingurinn heitir Johannes Christian Sundermann, en hann mun hafa lagt kæruna fram fyrir hönd óþekkts manns í Dortmund. Til sönnunar fyrir ásökunum sínum hafa þeir lagt fram myndskeið á YouTube. Þeir hafa kallað erkibiskupinn af Freiburg, formann þýska biskuparáðsins og Winfried Kretschmann bæjarstjóra í Baden-Württemberg.

Sundermann mun hafa tekið málið að sér eftir að fjölmargir aðrir einstaklingar höfnuðu því. Sundermann og umbjóðandi hans eru hvorugir aðilar að þýsku kirkjunni núna.

Í versta tilfelli mun páfinn þurfa að greiða sekt að upphæð 30-2500 evrur. Þó er líklegt að hann njóti friðhelgi og þá mun málið falla um sjálft sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×