Fótbolti

Sterkur útisigur hjá norsku stelpunum

Úr leik Íslands og Noregs.
Úr leik Íslands og Noregs.
Norska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Belgum, 0-1, í kvöld en liðin spila í sama riðli og Ísland. Í ljósi þess að íslenska liðið missteig sig gegn Belgum á heimavelli hefðu stelpurnar vel þegið að norska liðið gerði slíkt hið sama í Belgíu.

Belgíska liðið gerði Norðmönnum þó lífið leitt og sigurmarkið kom ekki fyrr en á 67. mínútu. Það gerði Marita Lund.

Noregur komst með sigrinum upp fyrir Belga með sex stig en Belgar hafa fjögur. Ísland er á toppnum með 10 stig en væntanlega 13 enda yfir gegn Norður-Írlandi. Ísland hefur þó leikið fleiri leiki en hin liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×