Fyrsti starfsmaður á plani 9. október 2011 13:30 Ragnar Bragason leikstjóri markaði ákveðin kaflaskil í íslenskri sjónvarpssögu með samstarfsmönnum sínum þegar Næturvaktin varð til á Stöð 2. Mörgum þótti djarft að Stöð 2 skyldi veðja á nýtt íslenskt sjónvarpsefni en þvílík sprengja! Vaktaþáttaraðirnar urðu þrjár, Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin, og eru þær eins og bautasteinar þegar horft er yfir sögu íslenskra framhaldsþátta í sjónvarpi síðustu 25 ár.- Það má óhikað segja, Ragnar, að þetta sjónvarpsefni hafi brotið blað í íslenskri sjónvarpsþáttaframleiðslu. Ertu sammála því þegar þú horfir til baka? "Að minnsta kosti finnur maður enn þá fyrir þeim áhrifum sem þættirnir höfðu á íslenska menningu. Maður heyrir frasa eins og "Já sæll" og "starfsmaður á plani" mjög reglulega í öllum stigum þjóðfélagsins og hjá fólki á öllum aldri. Vinsældirnar urðu einnig til þess að sjónvarpsstöðvarnar fóru að framleiða leikið efni í miklu meiri mæli en áður þekktist og metnaðurinn varð meiri. Það var það jákvæðasta sem kom út úr þessu. En svo hefur líka verið gaman að fylgjast með því hversu vel hefur verið tekið í Vaktaseríurnar erlendis. Næturvaktin var meðal annars sýnd á BBC, sem var einstaklega ánægjulegur árangur."- Nýja þáttaröðin Heimsendir er að hefjast á Stöð 2. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir velgengni Vaktaþáttaraðanna. Hvaða leiðir valdir þú að fara við undirbúning, skrif og tökur á þessari þáttaröð? "Ég hef komið mér upp ákveðinni vinnuaðferð sem ég hef notað alveg frá því fyrir Næturvaktina og hef haldið mig við síðan. Það er að fá leikarana í sköpunarferlið frá upphafi. Það var óvenju langur þróunartími á handritinu að Heimsendi. Við lögðum á okkur mikla rannsóknarvinnu og ég vann hátt í fimm mánuði með leikarahópnum við persónusköpun og spuna áður en að tökum kom. Að þessu stendur líka nánast sama fólk og hefur verið með mér í síðustu fimm stóru verkefnum."- Möguleikar! Þú og þitt samstarfsfólk hafið sýnt að það er allt hægt þegar kemur að leiknu íslensku sjónvarpsefni. Hvað þarf að gerast til að þessi atvinnugrein haldi áfram að blómstra? "Gott efni elur af sér. Á meðan standardinn er hár verður eftirspurn eftir meiru af góðu efni. Fyrir hið svokallaða hrun var kominn skilningur stjórnvalda á að það þyrfti að styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar með aukinni fjárfestingu. Hún skilar sér margfalt, bæði fjárhagslega en fyrst og fremst í menningarlegum verðmætum. Íslensk menning er okkar mikilvægasta útflutningsgrein því hún hefur svo víðtæk áhrif. Íslensk kvikmyndagerð berst í bökkum þessa dagana vegna stórvægilegs niðurskurðar og við munum ekki halda það mikið lengur út."- Að síðustu og þú sleppur ekki við þá spurningu! Hvaða þætti á Stöð 2 manstu fyrst eftir, þú varst örugglega fæddur, er það ekki, fyrir 25 árum? "Ég var fimmtán ára þegar Stöð 2 fór í loftið og man mjög vel eftir því kvöldi eins og flestir sem voru með viðtæki í stofunni hjá sér. Þetta var mikill viðburður og þó að byrjunin þetta kvöld hafi verið brösug var stöðin mjög fljót að sanna sig og verða hluti af íslenskri menningu. Ég held að Heilsubælið hafi verið fyrsti þátturinn sem maður lét ekki fram hjá sér fara. Enda leikið efni." Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Ragnar Bragason leikstjóri markaði ákveðin kaflaskil í íslenskri sjónvarpssögu með samstarfsmönnum sínum þegar Næturvaktin varð til á Stöð 2. Mörgum þótti djarft að Stöð 2 skyldi veðja á nýtt íslenskt sjónvarpsefni en þvílík sprengja! Vaktaþáttaraðirnar urðu þrjár, Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin, og eru þær eins og bautasteinar þegar horft er yfir sögu íslenskra framhaldsþátta í sjónvarpi síðustu 25 ár.- Það má óhikað segja, Ragnar, að þetta sjónvarpsefni hafi brotið blað í íslenskri sjónvarpsþáttaframleiðslu. Ertu sammála því þegar þú horfir til baka? "Að minnsta kosti finnur maður enn þá fyrir þeim áhrifum sem þættirnir höfðu á íslenska menningu. Maður heyrir frasa eins og "Já sæll" og "starfsmaður á plani" mjög reglulega í öllum stigum þjóðfélagsins og hjá fólki á öllum aldri. Vinsældirnar urðu einnig til þess að sjónvarpsstöðvarnar fóru að framleiða leikið efni í miklu meiri mæli en áður þekktist og metnaðurinn varð meiri. Það var það jákvæðasta sem kom út úr þessu. En svo hefur líka verið gaman að fylgjast með því hversu vel hefur verið tekið í Vaktaseríurnar erlendis. Næturvaktin var meðal annars sýnd á BBC, sem var einstaklega ánægjulegur árangur."- Nýja þáttaröðin Heimsendir er að hefjast á Stöð 2. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir velgengni Vaktaþáttaraðanna. Hvaða leiðir valdir þú að fara við undirbúning, skrif og tökur á þessari þáttaröð? "Ég hef komið mér upp ákveðinni vinnuaðferð sem ég hef notað alveg frá því fyrir Næturvaktina og hef haldið mig við síðan. Það er að fá leikarana í sköpunarferlið frá upphafi. Það var óvenju langur þróunartími á handritinu að Heimsendi. Við lögðum á okkur mikla rannsóknarvinnu og ég vann hátt í fimm mánuði með leikarahópnum við persónusköpun og spuna áður en að tökum kom. Að þessu stendur líka nánast sama fólk og hefur verið með mér í síðustu fimm stóru verkefnum."- Möguleikar! Þú og þitt samstarfsfólk hafið sýnt að það er allt hægt þegar kemur að leiknu íslensku sjónvarpsefni. Hvað þarf að gerast til að þessi atvinnugrein haldi áfram að blómstra? "Gott efni elur af sér. Á meðan standardinn er hár verður eftirspurn eftir meiru af góðu efni. Fyrir hið svokallaða hrun var kominn skilningur stjórnvalda á að það þyrfti að styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar með aukinni fjárfestingu. Hún skilar sér margfalt, bæði fjárhagslega en fyrst og fremst í menningarlegum verðmætum. Íslensk menning er okkar mikilvægasta útflutningsgrein því hún hefur svo víðtæk áhrif. Íslensk kvikmyndagerð berst í bökkum þessa dagana vegna stórvægilegs niðurskurðar og við munum ekki halda það mikið lengur út."- Að síðustu og þú sleppur ekki við þá spurningu! Hvaða þætti á Stöð 2 manstu fyrst eftir, þú varst örugglega fæddur, er það ekki, fyrir 25 árum? "Ég var fimmtán ára þegar Stöð 2 fór í loftið og man mjög vel eftir því kvöldi eins og flestir sem voru með viðtæki í stofunni hjá sér. Þetta var mikill viðburður og þó að byrjunin þetta kvöld hafi verið brösug var stöðin mjög fljót að sanna sig og verða hluti af íslenskri menningu. Ég held að Heilsubælið hafi verið fyrsti þátturinn sem maður lét ekki fram hjá sér fara. Enda leikið efni."
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið