Hei, sjáðu! 9. október 2011 14:00 Edda Andrésdóttir minnist 25 ára afmælis Stöðvar 2. Stöð 2 er 25 ára í dag, sunnudaginn 9. október. Í tilefni af því rifjar einn helsti fréttaþulur stöðvarinnar, Edda Andrésdóttir, upp kynni sín af henni. Edda kom til starfa frá Ríkissjónvarpinu 1990 og er að öðrum ólöstuðum andlit fréttastofunnar á Stöð 2 síðustu áratugi. Svo er hún líka dagskrárgerðarmaður, blaðamaður og rithöfundur, svo allt sé talið upp! "Hélt einhvern veginn að fyrsta spurningin yrði: Hvað ertu eiginlega búin að vera lengi þarna á Stöð 2? Og þá ætlaði ég að segja: Síðan í gær! Sem hefði auðvitað verið ansi langur gærdagur! En þýðir að það hefur oftast verið býsna gaman - á Stöð 2, á Fréttastofunni ..."Hvað gerir fréttir þá svona spennandi?"Núið, augnablikið, hraðinn, spennan, suðupotturinn. Hver dagur er nýr dagur, að finnast maður vera með puttann á púlsinum, að vera á sinn hátt þar sem hlutirnir eru að gerast. Miðla þeim áfram til þeirra sem hlusta og horfa - stundum varfærnislega, stundum skemmtilega. Að gefa af sér. Að bera virðingu fyrir viðfangsefni og áhorfendum og vona að þeir séu með okkur í kvöld og aftur annað kvöld. Annars væri þetta ansi lítils virði.Fyrir ykkur öll?"Já, svo ekki sé talað um fólkið sem vinnur á bak við tjöldin og gerir að verkum að við förum yfirleitt í loftið, dag eftir dag, kvöld eftir kvöld. Fólkið sem við á fréttastofunni treystum á. Reynslu þess, þekkingu. Þetta er tæknifólkið, kamerumenn, klipparar, sminkur, útsendingarstjórar, prompter-fólkið, skriftan sem telur niður 10 - 9 - 8 - 7 (þar til verður ekki aftur snúið!). Þetta fólk er Stöð 2. Sama hvernig allt velkist og þvælist. Sama í hvaða stórsjóum hún lendir. Því þetta er auðvitað bara keðja. Og enginn hlekkur má slitna."25 ár eru líka afar langur tími í sjálfu sér, þótt þetta hafi liðið hratt. Það ánægjulegasta er kannski að fyrirtækið, Stöð 2, er alltaf að vaxa og dafna með nýjum dagskrárliðum, nýju fólki."Stöð 2 er alltaf að þroskast! Vonandi! Stöðug á sinn hátt - þótt við höfum þurft að sjá á bak allt of mörgu fólki - en alltaf að reyna eitthvað nýtt og alltaf að gefa fólki með hugmyndir tækifæri. Nægir að nefna Næturvaktina og svo hinar þáttaraðirnar tvær, Dagvaktina og Fangavaktina. Risaskref - hvað á ég að segja - í afþreyingu, list og menningu. Þannig þarf sjónvarpsstöð einmitt að vera, mótandi, vinna sigra og hafa líka bein til að þola dræmar undirtektir. Mér dettur nú bara í hug sonarsonur minn sem er á þeim aldri að finnast hann þurfa að vinna nýja sigra á hverjum degi - skora betra mark en í gær, taka fleiri armbeygjur, hlaupa hraðar. Það er honum afar mikils virði að einhver taki eftir þessu og til að tryggja það kallar hann: "Hei, sjáðu mig!" Og fær þá undirtektir í samræmi við glæsileika framlagsins, stundum rífandi góðar, stundum dræmar - annars lærir maður auðvitað ekki neitt. Þetta er liður í þroska hans og sýnir bara heilbrigðan metnað. En í þessu er líka alltaf í hvert sinn þessi barnslegi ákafi og eftirvænting - sem ég ætla að yfirfæra á afmælisbarnið, á Stöð 2, og vona að hún varðveiti í allri sinni framleiðslu í framtíðinni og geti þá kallað með umtalsverðu öryggi í hvert einasta skipti: "Hei, sjáðu mig!" Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Stöð 2 er 25 ára í dag, sunnudaginn 9. október. Í tilefni af því rifjar einn helsti fréttaþulur stöðvarinnar, Edda Andrésdóttir, upp kynni sín af henni. Edda kom til starfa frá Ríkissjónvarpinu 1990 og er að öðrum ólöstuðum andlit fréttastofunnar á Stöð 2 síðustu áratugi. Svo er hún líka dagskrárgerðarmaður, blaðamaður og rithöfundur, svo allt sé talið upp! "Hélt einhvern veginn að fyrsta spurningin yrði: Hvað ertu eiginlega búin að vera lengi þarna á Stöð 2? Og þá ætlaði ég að segja: Síðan í gær! Sem hefði auðvitað verið ansi langur gærdagur! En þýðir að það hefur oftast verið býsna gaman - á Stöð 2, á Fréttastofunni ..."Hvað gerir fréttir þá svona spennandi?"Núið, augnablikið, hraðinn, spennan, suðupotturinn. Hver dagur er nýr dagur, að finnast maður vera með puttann á púlsinum, að vera á sinn hátt þar sem hlutirnir eru að gerast. Miðla þeim áfram til þeirra sem hlusta og horfa - stundum varfærnislega, stundum skemmtilega. Að gefa af sér. Að bera virðingu fyrir viðfangsefni og áhorfendum og vona að þeir séu með okkur í kvöld og aftur annað kvöld. Annars væri þetta ansi lítils virði.Fyrir ykkur öll?"Já, svo ekki sé talað um fólkið sem vinnur á bak við tjöldin og gerir að verkum að við förum yfirleitt í loftið, dag eftir dag, kvöld eftir kvöld. Fólkið sem við á fréttastofunni treystum á. Reynslu þess, þekkingu. Þetta er tæknifólkið, kamerumenn, klipparar, sminkur, útsendingarstjórar, prompter-fólkið, skriftan sem telur niður 10 - 9 - 8 - 7 (þar til verður ekki aftur snúið!). Þetta fólk er Stöð 2. Sama hvernig allt velkist og þvælist. Sama í hvaða stórsjóum hún lendir. Því þetta er auðvitað bara keðja. Og enginn hlekkur má slitna."25 ár eru líka afar langur tími í sjálfu sér, þótt þetta hafi liðið hratt. Það ánægjulegasta er kannski að fyrirtækið, Stöð 2, er alltaf að vaxa og dafna með nýjum dagskrárliðum, nýju fólki."Stöð 2 er alltaf að þroskast! Vonandi! Stöðug á sinn hátt - þótt við höfum þurft að sjá á bak allt of mörgu fólki - en alltaf að reyna eitthvað nýtt og alltaf að gefa fólki með hugmyndir tækifæri. Nægir að nefna Næturvaktina og svo hinar þáttaraðirnar tvær, Dagvaktina og Fangavaktina. Risaskref - hvað á ég að segja - í afþreyingu, list og menningu. Þannig þarf sjónvarpsstöð einmitt að vera, mótandi, vinna sigra og hafa líka bein til að þola dræmar undirtektir. Mér dettur nú bara í hug sonarsonur minn sem er á þeim aldri að finnast hann þurfa að vinna nýja sigra á hverjum degi - skora betra mark en í gær, taka fleiri armbeygjur, hlaupa hraðar. Það er honum afar mikils virði að einhver taki eftir þessu og til að tryggja það kallar hann: "Hei, sjáðu mig!" Og fær þá undirtektir í samræmi við glæsileika framlagsins, stundum rífandi góðar, stundum dræmar - annars lærir maður auðvitað ekki neitt. Þetta er liður í þroska hans og sýnir bara heilbrigðan metnað. En í þessu er líka alltaf í hvert sinn þessi barnslegi ákafi og eftirvænting - sem ég ætla að yfirfæra á afmælisbarnið, á Stöð 2, og vona að hún varðveiti í allri sinni framleiðslu í framtíðinni og geti þá kallað með umtalsverðu öryggi í hvert einasta skipti: "Hei, sjáðu mig!"
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein