Íslenski boltinn

Sveinn: Svekktir ef KR klúðrar titlinum úr þessu

Halti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Úr leik Þórs og Víkings í sumar.
Úr leik Þórs og Víkings í sumar. Fréttablaðið/Valli
Sveinn Elías Jónsson segir að KR sé einfaldlega með betra lið en Þór eftir sigur Vesturbæjarfélagsins á Akureyri í kvöld.

"Það er mjög svekkjandi að missa þetta svona niður eftir að hafa verið yfir og svo manni fleiri. Við ætluðum að taka þá en leikur okkar dalaði þegar á leið. Það var meistaraheppni með þeim," sagði Sveinn sem skoraði flott mark fyrir Þór.

KR vann leikinn 1-2.

"Þetta var svipað og í bikarúrslitunum, þeir ná stjórn á leiknum þegar þeir lenda manni undir. Það átti alls ekki að gerast. Það þurfti ekkert að gíra okkur upp fyrir leikinn, við tókum bara skotæfingar og svona og það er fínt að fá leik strax til að einbeita sér að öðru."

"En KR er líklega bara betra lið. Þeir eru búnir að vinna okkur tvisvar á stuttum tíma þrátt fyrir þessa meistaraheppni þeirra undir lokin að stela þessu. Við erum ekki búnir að tryggja okkur sætið í deildinni en við verðum svekktir ef KR klúðrar titlinum úr þessu," sagði Sveinn.

Verði KR meistari fer Þór í Evrópukeppni bikarhafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×