Fótbolti

Stabæk vill fá um 100 milljónir kr. fyrir Veigar Pál

Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum.
Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. AFP
Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Addressavisen er kaupverðið um 100 milljónir kr.

Veigar segir að hann sé stoltur að finna fyrir áhuga frá meistaraliðinu en þjálfari liðsins, Svíinn Jan Jönsson, þjálfaði Veigar þegar Stabæk varð norskur meistari árið 2008.

„Ég verð bara að bíða og sjá hvað gerist en það er að sjálfsögðu áhugavert að Rosenborg skuli sýna mér áhuga,“ segir Veigar Páll við Adresseavisen. Veigar bætir því við að hann hafi sterkar taugar til Stabæk. „Ef staðan verður sú að margir leikmenn fari frá félaginu þá mun Stabæk ekki keppa um meistaratitla á næstu árum. Ég vil vinna titla,“ sagði Veigar.

Rosenborg seldi fyrir skömmu Per Ciljan Skjelbred til Hamborgar í Þýskalandi og Veigar Páll er efstur á óskalistanum hjá þjálfaranum.  „Ef Rosenborg kaupir mig þá kemur það vel út fyrir alla. Stabæk fær pening fyrir mig og ég fæ tækifæri hjá nýju félagi. Ég bíð spenntur eftir því hvað gerist, liðin hafa rætt saman, en það gerist ekkert fyrr en liðin hafa  náð samkomulagi,“ bætti Veigar við en fjárhagur Stabæk er ekki eins góður og á undanförnum árum. Og allt bendir til þess að félagið verði að selja bestu leikmenn sína til þess að rétta skútuna af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×