Lífið

Það er ömurlegt að sjá þig svona Amy

Tónleikar bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad 18. júní síðastliðinn voru vægast sagt hneyksli og söngkonunni til minnkunar.

Í meðfylgjandi myndskeiði má greinilega sjá að Amy átti erfitt með að muna söngtextana sem hún auk þess muldraði, en hún var áberandi drukkin þegar hún steig á svið.

Hátt í 20 þúsund tónleikagestir leyndu ekki vonbrigðum sínum og bauluðu á söngkonuna og gerðu hróp að henni. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í tónleikaför hennar um Evrópu.

Komdu með okkur í bíó!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.