Erlent

Koma verður í veg fyrir val á kyni

Grípa verður til brýnna aðgerða til að stemma stigu við því að foreldrar vilji frekar eignast drengi en stúlkur. Mannréttindastjóri, Mannfjöldastofnun, Barnahjálp og Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa gefið út yfirlýsingu um þetta.

Stofnanirnar segja val á kyni vera dæmi um viðvarandi óréttlæti gagnvart konum og brot á mannréttindum kvenna. Nú er svo komið að sums staðar eru drengir 130 á hverjar 100 stúlkur.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×