Enski boltinn

Styttist í ákvörðun um framtíð Aquilani

Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar
Alberto Aquilani fagnar marki í leik með Liverpool.
Alberto Aquilani fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Alberto Aquilani telur að framtíð skjólstæðings síns muni mögulega ráðast á næsta sólarhring.

Aquilani er samningsbundinn Liverpool en hann var lánaður til Juventus fyrir síðastliðið tímabil. Forráðamenn Juve nýttu sér ekki klausu í samningnum til að kaupa Aquilani áður en lánssamningurinn rann út í síðasta mánuði.

Talið er að Juventus hafi ekki áhuga á að greiða uppsett verð fyrir Aquilani sem er 26 ára gamall. Hann lék með Roma áður en hann kom til Liverpool en AC Milan mun einnig hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Ólíklegt er að hann endi aftur í Liverpool en það kom samt umboðsmanni Aquilani á óvart að Juventus hafi ekki gengið frá kaupunum áður en lánssamningurinn rann út.

„Juventus er búið að segja mér í allan vetur að þeir vilja halda Alberto," sagði umboðsmaðurinn Franco Zavagalia við ítalska fjölmiðla. „Næsti sólarhringur mun ráða miklu og þá fyrst og fremst af því hvaða ákvörðun Juventus tekur."

Zavagalia segir að Aquilani hefði áhuga á að fara til Milan ef til þess kæmi. „Af hverju ekki? Milan er fyrirmyndaknattspyrnufélag. Ef Juventus ætlar ekki að kaupa Alberto þá þætti honum það góður kostur."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.