Enski boltinn

Capello hefur trú á Bent

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darren Bent.
Darren Bent.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að framherjinn Darren Bent geti orðið lykilmaður hjá enska landsliðinu.

Bent átti frábært tímabil með bæði Sunderland og Aston Villa. Þrátt fyrir fína frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni hefur bent ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu. Hann hefur aðeins spilað sex landsleiki á síðustu fjórum árum.

Hvorki Wayne Rooney né Jermain Defoe geta spilað með enska landsliðinu. Rooney er í banni og Defoe er meiddur og því mun Bent væntanlega byrja frammi gegn Sviss á morgun.

"Ég þekki Bent vel. Þegar hann sér boltann í teignum þá skorar hann. Vonandi gerir hann það líka gegn Sviss," sagði Capello. um hinn 27 ára gamla Bent.

"Ég hef séð leikmenn sem eru ekkert sérstakir þegar þeir eru 20, 21 og 22 ára. Svo springa þeir út. Bent hefur bætt sig mikið og skorar reglulega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×