Enski boltinn

Henderson enn á óskalista Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, er í enskum fjölmiðlum sagður vilja ganga frá kaupum á Jordan Henderson áður en EM U-21 liða hefst í Danmörku í næstu viku.

Sunderland hefur þegar hafnað einu tilboði frá Liverpool en Henderson, sem er tvítugur, hefur einnig verið orðaður við Manchester-liðin City og United.

The Mirror heldur því fram að Liverpool ætli að hækka boð sitt upp í fimmtán milljónir punda en fyrra tilboðið mun hafa verið upp á tólf milljónir.

Enskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Sunderland muni ekki hlusta á neitt minna en 18-20 milljónir punda.

The Mirror heldur því fram að Dalglish vilji ganga frá kaupunum áður en England mætir til leiks á EM í Danmörku og að hann ætli sér einnig að kaupa framherjann Charles N'Zogbia frá Wigan í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×