Fótbolti

Formenn knattspyrnusambanda í karabíska hafinu yfirheyrðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jack Warner formaður CONCACAF ásamt Michel Platini formanni UEFA
Jack Warner formaður CONCACAF ásamt Michel Platini formanni UEFA Mynd/Getty Images
Siðanefnd FIFA hefur boðað formenn knattspyrnusambandanna 25 í karabíska hafinu til yfirheyrslu. Rannsaka á hvort formönnunum hafi verið boðnar mútugreiðslur fyrir atkvæði sitt í forsetakosningum FIFA í síðustu viku. Sky fréttastofan greinar frá þessu.

Jack Warner og forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Mohamed Bin Hammam, eiga að hafa boðið formönnunum jafngildi 4.5 milljóna íslenskra króna á fundi í Trinidad í upphafi maí. Bin Hammam dró framboð sitt tilbaka skömmu fyrir kosningar.

Í bréfi FIFA til formannanna segja þeir þá ekki skylduga til þess að mæta til yfirheyrslanna í Miami í vikunni. Hins vegar segir FIFA að siðanefndin geti litið það hornauga sjái þeir sér ekki fært að mæta.

Fyrrum yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, Louis Freeh, hefur verið fenginn til þess að aðstoða siðanefndina við rannsókn málsins.

Að sögn Reuters fréttastofunnar gætir töluverðrar óánægju meðal formannanna um ráðningu FBI-yfirmannsins fyrrverandi. Auk þess finnst þeim ótækt að rannsókn málsins og yfirheyrslur fari fram í Bandaríkjunum enda FIFA með höfuðstöðvar í Sviss.

Bin Hammam og Warner eru í banni frá skyldum sínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar þar til rannsókn málsins er lokið.


Tengdar fréttir

Mútur og baktjaldamakk í knattspyrnuhreyfingunni

Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins.

Warner hættur við að gera allt brjálað

Jack Warner, varaforseti FIFA, er hættur við að birta viðkvæma tölvupósta frá Sepp Blatter, forseta FIFA. Warner segir lagalegar ástæður liggja að baki ákvörðun sinni.

Bin Hammam: Ef ég er sekur þá er Blatter það líka

Mohamed bin Hammam, frambjóðandi í forsetakosningum FIFA, hefur snúið vörn í sókn eftir að hann var sakaður um að vera flæktur í mútumál í aðdraganda kosninganna. Bin Hammam neitar allri sök en heimtar að aðkoma Blatter að málinu verði einnig rannsökuð.

Bin Hammam dregur framboð sitt til baka

Sepp Blatter verður sjálfkjörinn forseti FIFA í komandi forsetakosningum FIFA eftir að mótframbjóðandi hans, Mohamed bin Hammam, dróg framboð sitt til baka. Blatter hefur verið forseti FIFA í þrettán ár.

Mótframbjóðandi Sepp Blatter flæktur í mútumál

FIFA hefur sett af stað rannsókn vegna ásakanna á hendur tveimur stjórnarmanna FIFA sem eiga að hafa brotið siðareglur FIFA á fundi hjá karabíska fótboltasambandinu. Fundurinn var haldinn í tengslum við komandi forsetakosningar FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×