Drusluganga í Reykjavík Erla Hlynsdóttir skrifar 9. júní 2011 14:52 Drusluganga verður farin í Reykjavík þann 23. júlí. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í Toronto, Michael Sanguinetti, sem sagði á háskólafyrirlestri að „konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb." Sanguinetti baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Konum í Toronto var engu að síður misboðið og skipulögðu gönguna sem fór fram í apríl á þessu ári. Þar var konum uppálagt að klæða sig eins druslulega og þeim þóknaðist, í þágu kynferðislegs frelsis. Konur um allan heim hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Þegar hafa margar druslugöngur verið farnar um víða veröld og enn fleiri sem hafa verið skipulagðar, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Suður-Afríku. „Við höldum að þetta sé málefni sem snerti alla, ekki bara konur, þrátt fyrir að nafnið Drusluganga sé vissulega með tilvísun í það að konur eigi að geta klætt sig og hagað sér eins og þeim sýnist án þess að það sé „ávísun" á að vera nauðgað," segir Anna Jóna Heimisdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir það einmitt oft vera viðkvæðið, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu almennt, að konur geti sjálfar sér um kennt þegar þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi ef þær voru klæddar á ögrandi hátt. Fyrsti fundur skipuleggjenda Druslugöngunnar var í gærkvöldi og var þá bæði ákveðið að þýða nafnið á þennan hátt, sem og dagsetningin sem gangan verður farin. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Drusluganga verður farin í Reykjavík þann 23. júlí. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í Toronto, Michael Sanguinetti, sem sagði á háskólafyrirlestri að „konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb." Sanguinetti baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Konum í Toronto var engu að síður misboðið og skipulögðu gönguna sem fór fram í apríl á þessu ári. Þar var konum uppálagt að klæða sig eins druslulega og þeim þóknaðist, í þágu kynferðislegs frelsis. Konur um allan heim hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Þegar hafa margar druslugöngur verið farnar um víða veröld og enn fleiri sem hafa verið skipulagðar, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Suður-Afríku. „Við höldum að þetta sé málefni sem snerti alla, ekki bara konur, þrátt fyrir að nafnið Drusluganga sé vissulega með tilvísun í það að konur eigi að geta klætt sig og hagað sér eins og þeim sýnist án þess að það sé „ávísun" á að vera nauðgað," segir Anna Jóna Heimisdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir það einmitt oft vera viðkvæðið, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu almennt, að konur geti sjálfar sér um kennt þegar þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi ef þær voru klæddar á ögrandi hátt. Fyrsti fundur skipuleggjenda Druslugöngunnar var í gærkvöldi og var þá bæði ákveðið að þýða nafnið á þennan hátt, sem og dagsetningin sem gangan verður farin.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira