Enski boltinn

Loksins fékk Nemana Vidic verðlaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemana Vidic.
Nemana Vidic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson  hjá Manchester United var í dag valinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni og fyrirliði liðsins, Nemana Vidic var kosinn leikmaður ársins.

Sérstök valnefnd þar sem í eiga sæti fulltrúar stuðningsaðila úrvalsdeildarinnar sér um valið en þetta er í níunda sinn sem Ferguson er valinn knattspyrnustjóri ársins hjá kostunaraðilum úrvalsdeildarinnar.

Það hefur mörgum þótt að það hafi verið gengið ítrekað framhjá Nemana Vidic í verðlaunaafhendingum til þessa á tímabilinu.

Blaðamenn kusu Scott Parker hjá West Ham besta leikmann ársins, Gareth Bale hjá Tottenham var valinn bestur hjá leikmönnunum sjálfum og stuðningsmennirnir kusu síðan Raul Meireles. hjá Liverpool, leikmann ársins.

Nú var hinsvegar loksins komið að Nemana Vidic sem hefur verið eins og klettur í vörn Manchester United á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×