Sport

Dalglish var ánægður með baráttuna hjá Liverpool

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jay Spearing leikmaður Liverpool brýtur hér á Cesc Fabregas og vítaspyrna var dæmd í kjölfarið.
Jay Spearing leikmaður Liverpool brýtur hér á Cesc Fabregas og vítaspyrna var dæmd í kjölfarið. Nordic Photos/Getty Images

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með baráttuna sem einkenndi leik liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn gegn Arsenal í dag. Lokakafli leiksins var magnaður þar sem að Dirk Kuyt tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu á 101. mínútu en Arsenal hafði rétt áður komist yfir með marki úr víti sem Robin van Persie skoraði úr.

Gera þurfti hlé í átta mínútur á leiknum vegna meiðsla sem Jamie Carragher varð fyrir og í uppbótartímanum gerðust hlutirnir.

„Það sem við gerðum í lokin á leiknum gerir leikinn eftirminnilegan. Við misstum tvo leikmenn af velli vegna meiðsla (Carragher og Andy Carroll) og við vorum með tvo unglinga í hægri og vinstri bakvarðastöðunum gegn liði sem er í baráttu um að vinna deildina. Menn héldu áfram að reyna að ná einhverju út úr leiknum allt til enda – og við héldum bara áfram og gáfumst ekki upp," sagði Dalglish við Sky sjónvarpsstöðina í leikslok.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.