Segir írsku leiðina farna við lausn á vanda OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2011 09:26 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir lítil skil milli skulda OR og Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn í Reykjavík og stjórn Orkuveitunnar er að leggja upp með írsku leiðina við lausn á vandamálum Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á aukaborgarstjórnarfundi í gær. Hún segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að vandi OR sé ekki lausafjárvandi heldur skuldavandi. „Þó að stærðin sé allt önnur er þetta svipað vandamál í eðli sínu og þegar írska ríkisstjórnin ákvað að bjarga bönkum í Írlandi með því að gangast í ábyrgð fyrir öllum þeirra skuldum. Írska ríkið hélt að um lausafjárvanda væri að ræða og með því að tryggja bönkunum fjármögnun í nokkra mánuði myndi allt lagast. Þetta reyndust reginmistök og sitja írskir skattgreiðendur nú uppi með risavaxið vandamál þar sem bankarnir áttu einfaldlega ekki fyrir skuldum sínum; vandamálið var skuldavandamál en ekki lausafjárvandamál," sagði Þorbjörg Helga. Þorbjörg sagði að með björgunaraðgerðum til handa Orkuveitunni væri verið að samþykkja að borgarbúar taki óbeint yfir 230 milljarða skuldir sem hvíli á OR með því að færa þær yfir á borgarsjóð annars vegar og viðskiptavini OR hins vegar - sem eru aftur að megninu til borgarbúar. Það er kjarninn í aðgerðunum sem hafa verið kynntar. Þorbjörg Helga sagði að ekki væri víst að öllum sé ljóst að lítil sem engin skil væru milli skulda OR og Reykjavíkurborgar. „Við erum með tillögu meirihlutans að leggja út í nokkurs konar "írska leið". Við erum að samþykkja að borgarbúar taki óbeint yfir 230 milljarða skuldir sem hvíla á OR með því að færa þær yfir á borgarsjóð annars vegar og viðskiptavini OR hins vegar - sem eru aftur að megninu til borgarbúar. Það er kjarninn í aðgerðunum sem hafa verið kynntar," sagði Þorbjörg Helga í gær. Hún bætti þó við að meirihlutanum væri kannski vorkunn því hugsanlega væri ekkert val í stöðunni og „írska leiðin" hafi verið valin strax árið 2002. „Ástæðan er sú að þegar Orkuveitan var stofnuð í janúar 2002 var félagið sett upp sem sameignarfyrirtæki. Ástæðan er líklega vegna auðlindanna en auðvelt hefði verið að setja þær í sérstakt sameignarfélag á hvaða tímapunkti sem er. Það þýðir að eigendur Orkuveitunnar hafa verið í beinni ábyrgð fyrir skuldbindingum fyrirtækisins frá stofnun þess," sagði Þorbjörg Helga. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík og stjórn Orkuveitunnar er að leggja upp með írsku leiðina við lausn á vandamálum Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á aukaborgarstjórnarfundi í gær. Hún segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að vandi OR sé ekki lausafjárvandi heldur skuldavandi. „Þó að stærðin sé allt önnur er þetta svipað vandamál í eðli sínu og þegar írska ríkisstjórnin ákvað að bjarga bönkum í Írlandi með því að gangast í ábyrgð fyrir öllum þeirra skuldum. Írska ríkið hélt að um lausafjárvanda væri að ræða og með því að tryggja bönkunum fjármögnun í nokkra mánuði myndi allt lagast. Þetta reyndust reginmistök og sitja írskir skattgreiðendur nú uppi með risavaxið vandamál þar sem bankarnir áttu einfaldlega ekki fyrir skuldum sínum; vandamálið var skuldavandamál en ekki lausafjárvandamál," sagði Þorbjörg Helga. Þorbjörg sagði að með björgunaraðgerðum til handa Orkuveitunni væri verið að samþykkja að borgarbúar taki óbeint yfir 230 milljarða skuldir sem hvíli á OR með því að færa þær yfir á borgarsjóð annars vegar og viðskiptavini OR hins vegar - sem eru aftur að megninu til borgarbúar. Það er kjarninn í aðgerðunum sem hafa verið kynntar. Þorbjörg Helga sagði að ekki væri víst að öllum sé ljóst að lítil sem engin skil væru milli skulda OR og Reykjavíkurborgar. „Við erum með tillögu meirihlutans að leggja út í nokkurs konar "írska leið". Við erum að samþykkja að borgarbúar taki óbeint yfir 230 milljarða skuldir sem hvíla á OR með því að færa þær yfir á borgarsjóð annars vegar og viðskiptavini OR hins vegar - sem eru aftur að megninu til borgarbúar. Það er kjarninn í aðgerðunum sem hafa verið kynntar," sagði Þorbjörg Helga í gær. Hún bætti þó við að meirihlutanum væri kannski vorkunn því hugsanlega væri ekkert val í stöðunni og „írska leiðin" hafi verið valin strax árið 2002. „Ástæðan er sú að þegar Orkuveitan var stofnuð í janúar 2002 var félagið sett upp sem sameignarfyrirtæki. Ástæðan er líklega vegna auðlindanna en auðvelt hefði verið að setja þær í sérstakt sameignarfélag á hvaða tímapunkti sem er. Það þýðir að eigendur Orkuveitunnar hafa verið í beinni ábyrgð fyrir skuldbindingum fyrirtækisins frá stofnun þess," sagði Þorbjörg Helga.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira