Fótbolti

Þrjú lið enn með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt, annar frá vinstri, fagnar marki í gær.
Dirk Kuyt, annar frá vinstri, fagnar marki í gær. Nordic Photos / AFP
Þýskaland, Holland og Spánn eru í góðum málum í undankeppni EM 2012 eftir leiki gærkvöldsins en þá fóru einnig fjölmargir vináttulandsleikir fram.

Holland vann sigur á Ungverjalandi í átta marka leik, 5-3. Robin van Persie kom Hollandi yfir en Ungverjar náðu að svara fyrir sig voru komnir 2-1 yfir snemma í síðari hálfleik.

Hollendingar náðu svo aftur að komast yfir, 3-2, með mörkum frá þeim Wesley Sneijder og varamanninum Ruud van Nistelrooy um miðbik hálfleiksins en Zoltan Gera jafnaði aftur metin fyrir Ungverja með sínu öðru marki í leiknum á 75. mínútu.

Dirk Kuyt reyndist svo hetja heimamanna þegar hann skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla undir lok leiksins.

Spánverjar unnu svo góðan 3-1 útisigur á Litháum í gær en staðan var þó jöfn, 1-1, þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Xavi kom Spáni yfir á 20. mínútu en Maruis Stankevicius jafnaði metin á 57. mínútu. Tadas Kijanskas varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem kom Spánverjum yfir á 70. mínútu en Juan Mata innsiglaði svo sigurinn skömmu fyrir leikslok.

Þýskaland tapaði nokkuð óvænt vináttulandsleik fyrir Ástralíu í gær en staða liðsins í undankeppninni er góð enda liðið enn ósigrað þar.

Úrslitin í gær:

A-riðill:

Tyrkland - Austurríki 2-0

Belgía - Aserbaídsjan 4-1

Staðan: Þýskaland 15 stig, Belgía 10, Tyrkland 9,Austurríki 7, Aserbaídsjan 3, Kasakstan 0.

C-riðill:

Eistland - Serbía 1-1

Norður-Írland - Slóvenía 0-0

Staðan: Ítalía 13 stig, Slóvenía 8, Serbía 8, Eistland 7, Norður-Írland 6, Færeyjar 1.

D-riðill:

Rúmenía-Lúxemborg 3-1

Staðan: Frakkland 12 stig, Hvíta-Rússland 8, Albanía 8, Bosnía-Hersegóvína 7, Rúmenía 5, Lúxemborg 1.

E-riðill:

Svíþjóð - Moldavía 2-1

Holland - Ungverjaland 5-3

Staðan: Holland 18 stig, Ungverjaland 9, Svíþjóð 9, Moldavía 6, Finnland 3, San Marínó 0.

F-riðill:

Ísrael-Georgía 1-0

Staðan: Grikkland 11 stig, Króatía 10, Ísrael 10, Georgía 9, Lettland 4, Malta 0.

I-riðill:

Tékkland-Liechtenstein 2-0

Litháen-Spánn 1-3

Staðan: Spánn 15 stig, Tékkland 9, Skotland 4, Litháen 4, Liechtenstein 0.

Vináttulandsleikir:

Kýpur - Búlgaría 0-1

Slóvakía - Danmörk 1-2

Þýskaland - Ástralía 1-2

Írland - Úrugvæ 2-3

Úkraína - Ítalía 0-2

Frakkland - Króatía 0-0

Portúgal - Finnland 2-0

England - Gana 1-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×