Ribery baðst afsökunar á hegðun sinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 23:30 Ribery og landsliðsþjálfarinn Laurent Blanc á landsliðsæfingu í dag. Nordic Photos / AFP Franck Ribery er kominn aftur í franska landsliðið og baðst í dag afsökunar á hegðun sinni á síðasta ári. Árið 2010 var viðburðarríkt fyrir Ribery en hann vill sjálfsagt gleyma því sem fyrst. Í apríl var greint frá því að hann, ásamt þremur öðrum þekktum knattspyrnumönnum, hefði átt í tygjum við vændiskonu sem hafi verið undir lögaldri í þokkabót og var mikið fjallað um málið í frönskum fjölmiðlum. Í sama mánuði fékk hann að líta rauða spjaldið í leik með liði sínu, Bayern München, gegn Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það þýddi að hann var í banni þegar að Bayern tapaði fyrir Inter í úrslitaleik keppninnar. Hann varð að vísu bæði Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Bayern en hafði misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Óhætt er að segja að ekkert betra hafi tekið við um sumarið þegar að HM í knattspyrnu fór fram í Suður-Afríku. Franska liðinu gekk afleitlega í keppninni sjálfri en vandræði utan vallar voru jafn vel enn meira áberandi. Allt fór á annan endann í heimalandinu eftir að Nicklas Anelka var rekinn heim fyrir að rífast við landsliðsþjálfarann, Raymond Domenech, og fóru leikmennirnir til að mynda í verkfall vegna þessa. Ribery var dæmdur í þriggja leikja bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir sinn þátt í uppreisninni. Hann hefur nú tekið út þá refsingu. „Ég hafði rangt við í hegðun minni út frá öllum mögulegum sjónarhólum á þessu hræðilega ári 2010," sagði Ribery. „Ég valdi rangar leiðir og týndi sjálfum mér." „Ég særði fólk, sérstaklega þá sem standa mér næst. Ég olli mörgum vonbrigðum og aðrir voru mjög hneykslaðir á mér. Ég kenni sjálfum mér um og biðst afsökunar." „Ég vil nú snúa blaðinu við og gleyma öllu þessu. Franski landsliðsbúningurinn mun alltaf eiga sér sess í mínu hjarta." Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Franck Ribery er kominn aftur í franska landsliðið og baðst í dag afsökunar á hegðun sinni á síðasta ári. Árið 2010 var viðburðarríkt fyrir Ribery en hann vill sjálfsagt gleyma því sem fyrst. Í apríl var greint frá því að hann, ásamt þremur öðrum þekktum knattspyrnumönnum, hefði átt í tygjum við vændiskonu sem hafi verið undir lögaldri í þokkabót og var mikið fjallað um málið í frönskum fjölmiðlum. Í sama mánuði fékk hann að líta rauða spjaldið í leik með liði sínu, Bayern München, gegn Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það þýddi að hann var í banni þegar að Bayern tapaði fyrir Inter í úrslitaleik keppninnar. Hann varð að vísu bæði Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Bayern en hafði misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Óhætt er að segja að ekkert betra hafi tekið við um sumarið þegar að HM í knattspyrnu fór fram í Suður-Afríku. Franska liðinu gekk afleitlega í keppninni sjálfri en vandræði utan vallar voru jafn vel enn meira áberandi. Allt fór á annan endann í heimalandinu eftir að Nicklas Anelka var rekinn heim fyrir að rífast við landsliðsþjálfarann, Raymond Domenech, og fóru leikmennirnir til að mynda í verkfall vegna þessa. Ribery var dæmdur í þriggja leikja bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir sinn þátt í uppreisninni. Hann hefur nú tekið út þá refsingu. „Ég hafði rangt við í hegðun minni út frá öllum mögulegum sjónarhólum á þessu hræðilega ári 2010," sagði Ribery. „Ég valdi rangar leiðir og týndi sjálfum mér." „Ég særði fólk, sérstaklega þá sem standa mér næst. Ég olli mörgum vonbrigðum og aðrir voru mjög hneykslaðir á mér. Ég kenni sjálfum mér um og biðst afsökunar." „Ég vil nú snúa blaðinu við og gleyma öllu þessu. Franski landsliðsbúningurinn mun alltaf eiga sér sess í mínu hjarta."
Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira